þri 18. október 2022 10:33
Elvar Geir Magnússon
Isak spilar ekki aftur fyrr en eftir HM
Alexander Isak.
Alexander Isak.
Mynd: EPA
Alexander Isak mun ekki spila aftur fyrir Newcastle fyrir HM en hann er meiddur á læri.

Isak er 23 ára og hefur aðeins spilað þrisvar fyrir Newcastle síðan hann var keyptur á metfé, 60 milljónir punda frá Real Sociedad, og skoraði gegn Liverpool í fyrsta leik.

Isak meiddist í landsliðsverkefni með Svíþjóð í landsleikjaglugganum í september.

„Við teljum að Alex muni ekki spila áður en hlé verður gert á deildinni vegna HM. Þetta hefur verið pirrandi fyrir hann sem nýjan leikmann í nýrri deild," segir Eddie Howe, stjóri Newcastle.

HM byrjar þann 20. nóvember í Katar en Svíþjóð komst ekki á mótið.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner