Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 18. október 2022 07:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Kristófer Orri, Valtýr og Arnþór áfram hjá Gróttu
Lengjudeildin
Kristófer Orri og Þorsteinn Ingason (formaður knattspyrnudeildar)
Kristófer Orri og Þorsteinn Ingason (formaður knattspyrnudeildar)
Mynd: Grótta
Grótta hefur tilkynnt að þrír leikmenn hafa framlengt samninga sína við félagið. Það eru þeir Kristófer Orri Pétursson, Valtýr Már Michaelsson og Arnþór Páll Hafsteinsson og hafa þeir allir framlengt samninga sína við Gróttu til tveggja ára.

Þá hefur Hannes Ísberg Gunnarsson skrifað undir samning við Gróttu.

Úr tilkynningum Gróttu:

Kristófer Orri er 24 ára gamall miðjumaður, sem lék sinn 100. leik fyrir Gróttu snemma í sumar. Það þarf varla að kynna Kristófer fyrir Gróttufólki en hann hefur leikið 119 meistaraflokksleiki fyrir félagið auk þess að hafa spilað fyrir félagið í yngri flokkum. Kristófer lék sinn fyrsta leik fyrir meistaraflokk Gróttu árið 2017 og hefur síðan þá skorað 11 mörk og stoðsendingarnar telja í tugum. Kristófer hefur síðustu ár verið lykilmaður í liði Gróttumanna og er það því mikið fagnaðarefni að félagið hafi tryggt sér krafta hans áfram.

Valtýr Már kom til félagsins árið 2018 frá KR og hefur verið einn af lykilleikmönnum liðsins. Valtýr, sem er 24 ára miðjumaður, hefur spilað 71 leik fyrir félagið og skorað í þeim 7 mörk.

Arnþór og Hannes eru báðir uppaldir Gróttumenn og framtíðarleikmenn meistaraflokksliðsins. Arnþór er fæddur árið 2002 og spilaði átta leiki fyrir Gróttu í Lengjudeildinni í sumar. Hannes er fæddur árið 2003 og var lykilleikmaður í 2. flokki karla í sumar sem tryggði sér sæti í B-deild að ári eftir glæsilegan árangur í sumar. Það verður spennandi að fylgjast með Arnþóri og Hannesi taka næstu skref með liðinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner