Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 18. október 2022 09:30
Ívan Guðjón Baldursson
Toni Kroos ringlaður: Real þriðja besta lið ársins?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Þýski miðjumaðurinn Toni Kroos fylgdist með verðlaunaafhendingu Gullknattarins í gærkvöldi þar sem Thibaut Courtois og Karim Benzema hlutu verðlaun úr röðum Real Madrid.


Það voru ýmis verðlaun veitt og var Manchester City til að mynda valið sem besta lið tímabilsins eftir ótrúlega titilbaráttu gegn Liverpool í ensku úrvalsdeildinni. Þetta lagðist ekki vel í Kroos í ljósi þess að hann og liðsfélagar í Real Madrid sigruðu bæði ensku stórveldin til að vinna Meistaradeildina.

Real Madrid sló Man City úr leik á dramatískan hátt í undanúrslitum Meistaradeildarinnar og eru Madrídingar ekki sáttir með að Man City hafi verið valið sem besta liðið.

„Þriðja besta liðið 2021/22 - Ánægðir @realmadrid?" skrifaði Kroos á Twitter eftir verðlaunaafhendinguna.

Real Madrid endaði sem þriðja besta liðið eftir Man City og Liverpool sem eru í fyrsta og öðru sæti.

Kroos áttar sig líklega ekki á hvernig besta félagsliðið er valið. Það félagslið sem er með flesta leikmenn á topp 30 listanum fyrir Gullknöttinn endar í efsta sæti og svo koma næstu lið þar á eftir, koll af kolli.

Man City og Liverpool eiga sex leikmenn hvort á listanum. Real Madrid á fimm. Þar eru Darwin Nunez og Antonio Rüdiger til að mynda ekki taldir með þar sem þeir léku fyrir önnur félög á síðustu leiktíð.


Athugasemdir
banner
banner