Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 18. nóvember 2018 18:44
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: thorsport 
Anna Rakel og Sandra María æfa með Leverkusen
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Anna Rakel Pétursdóttir og Sandra María Jessen munu æfa með Bayer Leverkusen í Þýskalandi næstu vikuna.

Þær leika báðar fyrir Þór/KA sem hefur gert góða hluti í íslenska boltanum og Meistaradeild Evrópu undanfarin tímabil.

Sandra María er fyrirliði Þórs/KA og var einnig lánuð til Leverkusen fyrir tveimur árum. Í vor gerði hún svo mjög vel á láni hjá Slavia Prag.

Þær byrja á mánudaginn og munu æfa út vikuna með Leverkusen, sem hefur byrjað rólega í þýsku deildinni og er aðeins með sjö stig eftir átta umferðir.

„Margar af þeim sem spiluðu með mér þá eru ennþá þarna núna," segir Sandra á thorsport.is.

„Liðið hefur misst nokkra leikmenn í meiðsli og hafa boðið okkur Önnu Rakel að koma og æfa með þeim.

„Við ætlum allavega að fara út og njóta þess að fá að æfa við frábærar aðstæður með góðu liði."

Athugasemdir
banner
banner
banner