sun 18. nóvember 2018 18:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Erfitt að halda tveimur af mest spennandi leikmönnum heims
Mynd: Getty Images
Tveir af umtöluðustu fótboltamönnum heims í dag eru Matthijs de Ligt og Frenkie de Jong, leikmenn Ajax og hollenska landsliðsins.

De Ligt er 19 ára gamall miðvörður sem á 11 landsleiki fyrir A-landslið Hollands og 74 leiki fyrir aðallið Ajax.

De Jong er 21 árs miðjumaður sem á 4 A-landsleiki fyrir Holland og 50 leiki fyrir aðallið Ajax.

Báðir leikmenn eru eftirsóttir af stærstu liðum Evrópu og Marc Overmars, yfirmaður knattspyrnumála hjá Ajax, viðurkennir að það verði erfitt að halda þessum leikmönnum.

„Það verður erfitt að halda þessum leikmönnum. Þeir eru í blöðunum alla daga vegna áhuga frá öðrum félögum," sagði Overmars en þetta kemur fram hjá Marca.

De Jong hefur verið orðaður við Real Madrid, ​Barcelona, Paris Saint-Germain og ​Manchester City og De Ligt hefur verið orðaður við sömu félög. Barcelona þykir líklegasti áfangastaður hans en hann hefur jafnframt verið orðaður við Juventus og Liverpool.

Ajax er með frábæra akademíu og eru De Ligt og De Jong nýjasta dæmið um það hversu góð þessi akademía er.
Athugasemdir
banner
banner
banner