Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 18. nóvember 2018 18:15
Ívan Guðjón Baldursson
Southgate: Litum á þetta sem 8-liða úrslit
Mynd: Getty Images
Enska landsliðið sigraði Króatíu í úrslitaleik í Þjóðadeildinni í dag og er Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englendinga, sáttur með lærisveina sína.

Southgate sér bætingar á liðinu sem tapaði fyrir Króatíu í undanúrslitum heimsmeistaramótsins í sumar.

„Við vorum mikið betri núna heldur en í undanúrslitaleiknum á HM. Við vorum hættulegri og opnuðum vörnina þeirra oft upp. Hópurinn er betri núna heldur en í sumar, það er mikið meiri dýpt og ungu strákarnir eru að standa sig," sagði Southgate.

Króatía var yfir þegar Southgate ákvað að skipta Jesse Lingard inná völlinn á 73. mínútu. Fimm mínútum síðar var hann búinn að jafna og skömmu eftir það bjargaði hann á marklínunni.

„Við mættum í leikinn með mikla hæfileika á bekknum. Við vissum að við gætum breytt leiknum með réttri skiptingu á réttum tíma.

„Við hugsuðum ekki um möguleikann á því að falla niður um deild. Við litum á þennan leik sem tækifæri, fyrir okkur voru þetta 8-liða úrslit. Undanúrslitin eru næst."


Southgate var sérstaklega ánægður með stuðning frá áhorfendum á Wembley og var svekktur að hans mönnum hafi aðeins tekist að skora eftir föst leikatriði.

„Ég hef ekki séð nýja Wembley eins og hann var í dag. Stuðningsmennirnir voru ótrúlegir og með þá bakvið okkur getum við unnið hvaða andstæðinga sem er.

„Það sem er mikilvægast er að fólk getur séð framfarirnar hjá landsliðinu. Það er svekkjandi að við höfum bara skorað úr föstum leikatriðum."

Athugasemdir
banner
banner