sun 18. nóvember 2018 19:01
Ívan Guðjón Baldursson
Þjóðadeildin: Hvíta-Rússland upp um deild
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þremur leikjum var að ljúka í Þjóðadeildinni þar sem Austurríki lagði Norður-Írland að velli í B-deild.

Valentino Lazaro gerði sigurmark Austurríkis eftir stoðsendingu frá Marko Arnautovic, sem kom inn af bekknum í síðari hálfleik.

Þjóðirnar voru aðeins að spila upp á stoltið þar sem Norður-Írar voru fallnir niður um deild fyrir upphafsflautið.

Norður-Írar enda stigalausir og er Austurríki í öðru sæti. Bosnía fékk 10 stig úr 4 leikjum og vann riðilinn og mun því leika í A-deild í næstu Þjóðadeild.

Í D-deildinni tryggði Hvíta-Rússland sér toppsæti síns riðils með sigri á útivelli gegn San Marínó, sem er eina liðið sem er ekki enn búið að skora í keppninni. Hvítrússar leika því næst í C-deildinni.

Moldavía gerði þá jafntefli við Lúxemborg á heimavelli. Lúxemborg endar í öðru sæti með tíu stig og Moldavar enda í þriðja sæti með níu stig.

B-deild:
Norður-Írland 1 - 2 Austurríki
0-1 Xaver Schlager ('49)
1-1 Corry Evans ('57)
1-2 Valentino Lazaro ('93)

D-deild:
Moldova 1 - 1 Luxembourg
1-0 Radu Ginsari ('53 , víti)
1-1 Stefano Bensi ('70 )

San Marino 0 - 2 Belarus
0-1 Stanislav Drahun ('8 )
0-2 Anton Saroka ('52 )
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner