Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   sun 18. nóvember 2018 23:00
Ívan Guðjón Baldursson
Wenger býst við vélmennum eftir 20 ár
Mynd: Getty Images
Arsene Wenger var við stjórnvölinn hjá Arsenal í 22 ár og er í dag að bíða eftir réttu tækifæri til að taka við nýju félagi, þrátt fyrir að vera orðinn 69 ára gamall.

Hann var tekinn í skemmtilegt viðtal á beIN Sports þar sem hann var spurður út í framtíð knattspyrnunnar.

„Ég hef sagt þetta oft. Þið getið ímyndað ykkur að forseti einhvers félags vilji leyfa stuðningsmönnum að kjósa um skiptingar í gegnum samfélagsmiðla," sagði Wenger.

„Þetta er eitthvað sem við munum sjá meira og meira af. Þetta mun gerast. Ég myndi, persónulega, ekki sætta mig við þetta. Ég er af gamla skólanum þegar það kemur að þessu. En því miður þá er þetta áttin sem knattspyrnuheimurinn stefnir í.

„Hugsið um völdin sem samfélagsmiðlar hafa. Þar er minnihlutinn sá háværasti og öfgafyllsti og það er vandamál. Þetta er ekki fyrir mig, það er eitthvað til sem heitir innsæi. Ég nota mín eigin augu."


Wenger tók umræðuna skrefinu lengra og fór úr samfélagsmiðlum og yfir í vélmenni.

„Þú getur ímyndað þér að eftir 20 ár verði vélmenni sitjandi hérna á móti þér í stað mín.
Athugasemdir
banner
banner