Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 18. nóvember 2019 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Belgía: Lærisveinar Arnars á botni deildarinnar
Arnar Grétarsson.
Arnar Grétarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lærisveinar Arnars Grétarssonar í KSV Roeselare þurftu að sætta sig við tap gegn Westerlo í belgísku B-deildinni í gær.

Það voru átta mörk skoruð í leiknum, en Westerlo hafði betur með fimm mörkum gegn þremur.

Westerlo komst í 3-0 í fyrri hálfleiknum, en Roeselare náði að minnka muninn fyrir leikhlé. Snemma í seinni hálfleiknum náðu strákarnir hans Arnars að minnka muninn enn frekar, í 3-2.

Roeselare komst hins vegar ekki lengra, Westerlo komst í 5-2 áður en heimamenn klóruðu í bakkann í uppbótartímanum.

Roeselare er á botni deildarinnar með 11 stig eftir 15 leiki.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner