Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 18. nóvember 2019 09:42
Magnús Már Einarsson
Ronaldo: Ég hef verið að spila meiddur
Mynd: Getty Images
Cristiano Ronaldo segist hafa verið að spila meiddur með Juvents og portúgalska landsliðinu undanfarnar vikur. Ronaldo skoraði 99. landsliðsmark sitt í 2-0 sigri á Lúxemborg í gær en með þeim úrslitum tryggði Portúgal sér sæti á EM á næsta ári.

Ronaldo virtist vera reiður þegar Maurizio Sarri, þjálfari Juventus, tók hann af velli á 55. mínútu gegn AC Milan um þarsíðustu helgi en í viðtali eftir leikinn í gær ræddi hann það mál.

„Þetta var ekkert umdeilt. Þið fjölmiðlar viljið búa til umdeild mál. Þið vitið að ég vil auðvitað ekki vera tekinn af velli en ég hef verið að spila smá meiddur," sagði Ronaldo.

„Ég reyndi að hjálpa Juventus með því að spila þó ég væri meiddur. Enginn vill vera tekinn út af en ég skil skiptinguna því ég var ekki heill."

„Eins og í síðustu tveimur leikjum með Portúgal þá var ég ekki 100% heill. Þegar ég þarf að fórna mér fyrir félags eða landslið þá geri ég það stoltur."

„Eins og þið vitið þá er Inter að setja pressu á Juventus. Við erum tveimur stigum á undan og megum ekki misstíga okkur. Ef við gerum jafntefli eða töpum þá fara þeir á undan okkur. Ég þarf að fórna mér fyrir liðið."

„Hér í landsliðinu veit ég að staðan var þannig að við hefðum getað dottið út ef við hefðum tapað öðrum af okkar leikjum."

„Eins og þið vitið þá hef ég aldrei lent í stórum meiðslum á ferli mínum. Ég spila alltaf 50-60 leiki á tímabili. Það er engin tilviljun. Það er sjaldgæft að ég meiðist en það getur stundum gerst. Þetta eru smávægileg meiðsli. Smá verkur sem kemur í veg fyrir að ég geti verið 100%. Eins og ég hef sagt áður þá reyni ég alltaf að hjálpa bæði félags og landsliði."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner