Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mán 18. nóvember 2019 05:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Undankeppni EM í dag - Hvað gerist í D-riðlinum
Fer Sviss áfram?
Fer Sviss áfram?
Mynd: Getty Images
Í dag er næst síðasti leikdagurinn í undankeppni EM 2020. Ísland lauk keppni í undankeppninni í gær í Moldóvu.

Ísland mun fara í umspil, en dregið verður í umspilið þann 22. nóvember. Umspilið, sem verður í mars á næsta ári, tengist Þjóðadeildinni þar sem Ísland var í A-deild í fyrra. Eins og staðan er núna eru öll liðin úr A-deild Þjóðadeildarinnar, nema Sviss og Ísland, komin beint á EM.

Sviss fer beint á EM með sigri á Gíbraltar, slakasta liði D-riðils, í kvöld.

Ef Sviss fer beint á EM, þá mun Ísland mæta liðum úr B-deild og C-deild Þjóðadeildarinnar í umspilinu í mars.

Það er leikið í D-riðli, F-riðli og J-riðli í dag. í F-riðli fara Spánn og Svíþjóð á EM, og J-riðli fara Ítalía og Finnland beint á EM. Það eina sem er í óvissu fyrir daginn í dag er D-riðillinn þar sem Írland, Danmörk og Sviss berjast um að komast á EM á næsta ári.

Smelltu hér til að skoða stöðuna í riðlunum fyrir leiki dagsins.

mánudagur 18. nóvember
D-riðill:
19:45 Írland - Danmörk (Stöð 2 Sport 2)
19:45 Gibraltar - Sviss

F-riðill:
19:45 Malta - Noregur
19:45 Spánn - Rúmenía
19:45 Svíþjóð - Færeyjar

J-riðill:
19:45 Ítalía - Armenia
19:45 Grikkland - Finnland
19:45 Liechtenstein - Bosnia Herzegovina
Athugasemdir
banner
banner
banner