Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 18. nóvember 2020 17:30
Magnús Már Einarsson
Eto'o gæti farið í spænsku D-deildina
Samuel Eto'o spilaði lengi með Barcelona.
Samuel Eto'o spilaði lengi með Barcelona.
Mynd: Getty Images
Samuel Eto'o, fyrrum framherji Bracelona, gæti óvænt verið á leið aftur í spænska boltann.

Hinn 39 ára gamli Eto'o lagði skóna á hilluna í fyrra en nú gæti hann óvænt verið á leið í spænsku D-deildina.

Racing Murcia, sem fór upp um deild í sumar, stefnir á að klifra upp deildarstigann á Spáni en eigendur fá Sameinuðu Arabísku Furstadæmunum vilja gera stóra hluti með félagið.

Morris Pagniello, forseti Racing Murcia, segir 50% líkur á að Eto´o komi til félagsins.

Á meðal leikmanna Racing Murcia er Mathias Pogba, bróðir Paul Pogba.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner