Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 18. nóvember 2021 14:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
100 miðar til viðbótar fyrir stuðningsmenn Íslands á EM
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Á föstudag verður hægt að kaupa fleiri „DOTTIR" miða á fyrstu tvo leikina hjá kvennalandsliðinu á EM næsta sumar. Liðið mætir Belgíu og Ítalíu í Manchester í fyrstu tveimur leikjum riðlakeppninnar.

Miðasala í stuðningsmannahólf þátttökuliðanna hófst föstudaginn 29. október og stóð til 11. nóvember. Þar fengu stuðningsmenn Íslands tækifæri til að kaupa svokallaða DOTTIR miða - í stuðningsmannahólf íslenska liðsins.

Það seldist fljótt upp á þessa tvo leiki en nú hefur 100 DOTTIR miðum til viðbótar verið úthlutað stuðningsmönnum íslenska liðsins á þessa tvo leiki. Sala á þessum DOTTIR miðum opnar á miðasöluvef UEFA kl. 12:00 föstudaginn 19. nóvember og lokar kl. 10:00 þriðjudaginn 23. nóvember.

Nánar á vef KSÍ

Enn eru til DOTTIR miðar á þriðja leikinn - við Frakka í Rotherham.

Sjá einnig:
Hefur áhyggjur af því að Íslendingar verði í vandræðum með að fá miða


Athugasemdir
banner
banner
banner