Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 18. nóvember 2021 08:30
Brynjar Ingi Erluson
Amanda valin efnilegust hjá Vålerenga
Amanda Andradóttir
Amanda Andradóttir
Mynd: Guðmundur Svansson
Íslenska landsliðskonan Amanda Andradóttir var valin efnilegust hjá norska félaginu Vålerenga fyrir þetta ár. Félagið tilkynnti um valið á Instagram-síðu sinni í gær.

Amanda er aðeins 17 ára gömul en hún samdi við Vålerenga undir lok síðasta árs eftir að hafa spilað fyrir Nordsjælland í Danmörku.

Hún vakti mikla athygli fyrir frammistöðuna í sumar og skoraði fjögur mörk í fimmtán leikjum.

Þá vann hún bikarinn með liðinu en þetta var annað árið í röð sem Vålerenga vinnur keppnina.

Amanda spilaði þá sína fyrstu A-landsleiki í undankeppni HM í bæði september og október en hún er besti ungi leikmaður ársins hjá kvennaliðinu í ár.
Athugasemdir
banner
banner