Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   fim 18. nóvember 2021 23:43
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ástu fannst niðurstaða dómarans fáránleg - „Skil ekki þessar handarreglur"
Ásta Eir
Ásta Eir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lorraine Watson dæmdi leikinn í kvöld.
Lorraine Watson dæmdi leikinn í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik gerði tilkall til vítaspyrnu í fyrri hálfleik gegn Kharkiv í kvöld. Boltinn fór í tvígang í hönd varnarmanns Kharkiv en skoskur dómari leiksins sá ekki ástæðu til þess að dæma víti.

Þá voru Blikar ósáttir við fyrra mark Kharkiv en þau Ásmundur Arnarsson, þjálfari liðsins, og Ásta Eir Árnadóttir, fyrirliði, svöruðu bæði spurningu varðandi mögulegt víti.

Lestu um leikinn: Breiðablik 0 -  2 Kharkiv

Sjá einnig:
Ási: Þetta var það sem okkur fannst réttast að gera
Ásta Eir: Að fá bara eitt stig á móti þessu liði er slæmt

Alltaf mismunandi hvað menn dæma á
Hefðuð þið átt að fá vítaspyrnu þegar leikmaður gestanna virtist fá boltann í höndina í fyrri hálfleik?

„Ég spurði dómarann, því það komu tvö augnablik í sömu sókn þar sem boltinn fór í hönd leikmanns. Ég spurði hana mjög fagmannlega, var ekkert að æsa mig. Hún [skoski dómarinn] sagði að henni fannst að fyrra atvikið var ekki hendi en gaf okkur horn í staðinn - sem mér fannst mjög fáránlegt," sagði Ásta.

„Dómarinn útskýrði seinna að hún hefði fengið boltann í hendina en hefði verið með hendina niðri og því mat hún það ekki sem vítaspyrnu. Ég skil ekki þessar handarreglur. Þetta er alltaf mismunandi hvað menn dæma á. Það hefði alveg breytt miklu að fá víti."

Hefði kannski viljað sjá eitthvað annað
Ási tók í svipaðan streng og fyrirliðinn.

„Ef eitt af þessum smáatriðum fallið með okkur, eitthvað af færunum endað í netinu eða svona móment í dómgæslunni - það voru 2-3 þannig móment sem hefðu getað fallið á hinn veginn."

„Mér fannst hún sópa boltanum með hendinni þegar þær skoruðu fyrra markið. Það voru svona moment sem maður hefði kannski viljað sjá eitthvað annað. Það er alltaf þannig í þessu og þýðir ekkert að fást við það."


Atvikin má sjá hér að neðan. Í fyrri spilaranum sést skotið frá Hildi Antonsdóttur sem fer af leikmanni Kharkiv og aftur fyrir. Upp úr hornspyrnunni er svo annað atvik.

Í seinni spilaranum má sjá það sem Ási ræðir um í tengslum við fyrra markið, erfitt að greina það.


b
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner