Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 18. nóvember 2021 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Caldara lofsamar Gasperini - „Enginn gat séð þetta fyrir en hann gat það"
Mattia Caldara
Mattia Caldara
Mynd: Getty Images
Ítalski varnarmaðurinn Mattia Caldara fer fögrum orðum um Gian Piero Gasperini, þjálfara Atalanta, í viðtali við Cronache di Spogliatoio.

Caldara er 27 ára gamall og spilar á láni hjá Venezia frá Milan, en hann er uppalinn hjá Atalanta og var í stóru hlutverki hjá liðinu tímabilið 2017-2018.

Gasperini hefur komið með mikinn innblástur í félagið og hefur liðið náð frábærum árangri bæði í Seríu A og í Meistaradeildinni á síðustu árum.

„Það gat enginn séð þetta fyrir en Gasperini gat það. Án þess að við tókum eftir því þá var hugarfarið að breytast," sagði Caldara.

„Eftir hvern einasta sigur þá sagði hann við okkur að muna það að við vorum ekki bara að hugsa um að halda okkur öruggum í deildinni. Hann hengdi upp hvetjandi ummæli í klefanum eins og þessi sem Michael Jordan talaði um þegar hann gerði mistök eftir mistök en náði svo loks árangri."

„Hugarfarið var að stökkbreytast. Við vorum allir með litla reynslu í Seríu A, vorum ungir og barnslausir. Við ákváðum að setja upp borðtennisborð í miðjuna á klefanum og leikmenn mættu einum og hálfum tíma fyrir æfingu þannig við gátum spilað geggjuð mót fyrir æfingar."

„Þannig urðum við að fjölskyldu og svona komst liðið á flug. Við skildum hvorn annan auðveldlega og það er mjög sjaldgæft,"
sagði hann ennfremur.
Athugasemdir
banner
banner