Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 18. nóvember 2021 13:30
Elvar Geir Magnússon
Chelsea ekki búð að taka ákvörðun um Ziyech
Hakim Ziyech.
Hakim Ziyech.
Mynd: Getty Images
Hakim Ziyech, vængmaður Chelsea, hefur verið talsvert í umræðunni að undanförnu en samkvæmt heimildum Telegraph hefur félagið ekki tekið ákvörðun um framtíð hans.

Ziyech hefur verið orðaður við Borussia Dortmund og Barcelona í janúarglugganum en ólíklegt er talið að Chelsea vilji lána Marokkómanninn í janúar.

Það er mikið leikjaálag hjá Chelsea framundan og liðið á meðal annars eftir að spila á HM félagsliða í Abú Dabí í byrjun febrúar.

Chelsea gæti verið til í að hlusta á kauptilboð í Ziyech.

Thomas Tuchel hefur þó talað um að leikmannahópur sinn sé frekar þunnskipaður. Romelu Lukaku og Christian Pulisic eru að snúa aftur af meiðslalistanum nú þegar enska úrvalsdeildin er að fara aftur af stað.
Athugasemdir
banner