fim 18. nóvember 2021 17:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Hefði verið áhugavert ef Aron hefði tekið slaginn með Breiðabliki"
Aron Jóhannsson þegar hann var tilkynntur sem leikmaður Vals.
Aron Jóhannsson þegar hann var tilkynntur sem leikmaður Vals.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aron Jóhannsson gekk í mánuðinum í raðir Vals eftir langa veru erlendis sem atvinnumaður. Aron var orðaður við Val, FH, Breiðablik og Víking þegar hann var að leita sér að félagi í haust.

Fótbolti.net ræddi við Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfara Breiðabliks, um Aron í gær.

Var svekkjandi að heyra að Aron Jóhannsson hefði skrifað undir hjá Val?

„Nei, það var alls ekki svekkjandi. Aron Jóhannsson er leikmaður með frábæran feril, frábær leikmaður og mun styrkja Val," sagði Óskar.

„Við getum ekkert verið að svekkja okkur yfir því, höldum áfram og það hefði verið áhugavert ef Aron hefði tekið slaginn með Breiðabliki. Við óskum honum bara góðs gengis í Val," sagði Óskar.

Sjá einnig:
„Söknum Thomasar, munum sakna Árna ef hann fer og munum sakna Péturs"

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner