Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 18. nóvember 2021 13:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Held að þetta hafi verið lokaskrefin á hans ferli"
Guthrie
Guthrie
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Danny Guthrie gekk í raðir Fram fyrir síðasta tímabil og lék sextán leiki með liðinu þegar það fór ósigrað í gegnum Lengjudeildina og setti stigamet. Samningur Guthrie var út tímabilið og er hann því samningslaus.

Fréttaritari ræddi við Jón Sveinsson, þjálfara Fram, um Guthrie í gær.

Sjá einnig:
Vita ekki hvernig FH komst að því að hann var með lausan samning

„Nei, ég á ekki von á því að hann spili áfram með Fram. Hann kláraði sinn samning og maður hafði á tilfinningunni að hann hefði verið mjög sáttur að fá að enda þetta á titli og taka þátt í einstöku sumri. Tilfinning mín var sú að honum hafi fundist þetta góður lokakafli á sínum ferli," sagði Nonni.

„Hann vissulega skipti okkur alveg máli þó að hann hafi ekki spilað allar mínúturnar. Þegar þú færð svona stóran karakter með mikla reynslu og ferilskrá þá hjálpar það liðinu heilt yfir. Það var frábært að fá hann í sumar og hann var virkilega góður í okkar hóp. Ég held að þetta hafi verið lokaskrefin á hans ferli."

Það hefur verið rætt um það í hlaðvörpum að Fram gæti nýtt hans sambönd á Englandi til þess að fá leikmenn til félagsins.

„Við höfum ekkert skoðað það hvernig hann er tengdur. Það eru fullt af mönnum sem eru að vinna leikmenn hér á Íslandi sem eru að bjóða menn hægri vinstri, eins og gerist. Það eru menn sem hafa reynslu af markaðnum og þekkja hvað gildir hér. Við skoðum bara hvað er í boði og hvað við þurfum. Við örvæntum ekki neitt, erum með stóran og breiðan hóp og munum vanda til verka varðandi þá sem við bætum við okkur," sagði Nonni.

Spurningarnar um Guthrie komu í kjölfarið á spurningum um þá Kyle McLagan og Harald Einar Ásgrímsson sem hafa yfirgefið félagið eftir að síðasta tímabil kláraðist.
Athugasemdir
banner