Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 18. nóvember 2021 09:00
Elvar Geir Magnússon
Hvert fer Haaland? - Man Utd hefur áhuga á Olmo
Powerade
Erling Haaland.
Erling Haaland.
Mynd: Getty Images
Dani Olmo.
Dani Olmo.
Mynd: Getty Images
Arnaut Danjuma.
Arnaut Danjuma.
Mynd: Getty Images
Ousmane Dembele.
Ousmane Dembele.
Mynd: EPA
Giovanni van Bronckhorst.
Giovanni van Bronckhorst.
Mynd: Getty Images
Haaland, Mbappe, De Vrij, Brozovic, Strakosha, Pogba og Olmo eru meðal manna sem við sögu koma í slúðurpakkanum að þessu sinni. BBC tók saman það helsta úr ensku götublöðunum.

Manchester United og Chelsea hafa komist að því að riftunarákvæði í samningi Erling Haaland (21) gerir honum fært að yfirgefa Borussia Dortmund fyrir 64 milljónir punda næsta sumar. Real Madrid er búið að sætta sig við að norski sóknarmaðurinn sé á leið í ensku úrvalsdeildina. (Sun)

Real Madrid hyggst keppa við Chelsea, Manchester City og Paris St-Germain með því að fá Haaland og Kylian Mbappe (22) til að mynda sóknartríó með Vinicius Junior (21). (AS)

Newcastle United hyggst kaupa hollenska varnarmanninn Stefan de Vrij (29) og króatíska miðjumanninn Marcelo Brozovic (28) frá Inter í janúar. Þá vill Newcastle einnig fá albanska markvörðinn Thomas Stakosha (26) frá Lazio. (Times)

Umboðsmaður Paul Pogba (28) ýjar að því að franski miðjumaðurinn fari frá Manchester United í janúar en samningur hans rennur út í sumar. (Rai)

Manchester United ætlar að berjast við Barcelona um spænska vængmanninn Dani Olmo (23) hjá RB Leipzig. (El Nacional)

Chelsea hefur áhuga á varnarmanninum Wesley Fofana (20) hjá Leicester. Manchester United horfir einnig til Frakkans. (Foot Mercato)

Barcelona vill fá framherjann Hakim Ziyech (28) frá Chelsea. Félagið fær samkeppni frá Borussia Dortmund um marokkóska landsliðsmanninn. (Sport)

Þýski varnarmaðurinn Antonio Rudiger (28) er reiður yfir nýjasta samningstilboði Chelsea sem er talsvert frá þeim launatölum sem hann hefur farið fram á. (Bild)

Arsenal vill aðeins bjóða Alexandre Lacazette (30) stuttan samning en núgildandi samningur franska sóknarmannsins rennur út næsta sumar. (Athletic)

Villarreal ætlar að hafna öllum tilboðum í hollenska landsliðsmanninn Arnaut Danjuma (24) í janúar. Liverpool hefur áhuga á þessum fyrrum vængmanni Bournemouth. (Football Insider)

Manchester United hefur skoðað kosti til að taka við af Ole Gunnar Solskjær. Brendan Rodgers, stjóri Leicester, er efstur á blaði. Forráðamenn United hafa einnig miklar mætur á Luis Enrique, landsliðsþjálfara Spánar. (Manchester Evening News)

Manchester United hefur kannað hug Zinedine Zidane sem hefur gefið það svar að hann verði klár í að taka við liði næsta sumar. (Bild)

Xavi vill halda franska sóknarleikmanninum Ousmane Dembele (24) hjá Barcelona en hefur sagt honum að hann verði að ná stöðugleika samstundis. Samningur hans rennur út næsta sumar. (AS)

Joan Laporta, forseti Barcelona, útilokar ekki að Lionel Messi (34) snúi aftur til félagsins. (Marca)

Aston Villa ræddi við Frank Lampard en Steven Gerrard var alltaf ofar á óskalistanum eftir að Dean Smith var rekinn. (Sun)

Enski unglingalandsliðsmaðurinn Sammy Braybrooke (17) mun skrifa undir atvinnumannasamning við Leicester City. Þýsk félög hafa sýnt miðjumanninum áhuga. (Athletic)

Þýski landsliðsmarkvörðurinn Manuel Neuer (35) er byrjaður að ræðavið Bayern München um nýjan samning. Hann vill samning sem gildir til 2025 að minnsta kosti. (Sport1)

Gareth Bale (32), sóknarmaður Real Madrid, verður frá í þrjár vikur vegna kálfameiðsla sem hann hlaut í landsleikjaglugganum. (Marca)

Rangers í Glasgow reiknar með að ganga frá samningi við Giovanni van Bronckhorst (46) í dag og Hollendingurinn verði nýr stjóri félagsins í stað Steven Gerrard sem tók við Aston Villa. Bronckhorst lék með Rangers 1998-2001. (Guardian)
Athugasemdir
banner
banner