Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 18. nóvember 2021 10:35
Elvar Geir Magnússon
Martínez: Leiðinleg staða hjá Eden Hazard
Hazard þarf að vinna sig inn í áætlanir Ancelotti.
Hazard þarf að vinna sig inn í áætlanir Ancelotti.
Mynd: EPA
Roberto Martínez, landsliðsþjálfari Belgíu, viðurkennir að staðan á ferli Eden Hazard sé leiðinleg.

Hazard hefur ekki náð að standa undir væntingum síðan hann var keyptur á háar fjárhæðir til Real Madrid frá Chelsea árið 2019.

Meiðsli hafa plagað hann og þegar hann hefur verið leikfær þá hefur hann ekki spilað nægilega vel. Á þessu tímabili hefur hann ekki náð að festa sig í sessi undir stjórn Carlo Ancelotti.

„Á undanförnum árum hefur hann lifað með stöðunni og hefur alltaf náð að einbeita sér að landsliðinu. Það er mikilvægt að hann mæti vel undirbúinn á HM í Katar," segir Martínez.

„Staðan hjá Hazard er leiðinlegt. Hann er ekki að fá að spila nægilega mikið."
Athugasemdir
banner
banner