Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 18. nóvember 2021 22:27
Brynjar Ingi Erluson
Meistaradeild kvenna: PSG í 8-liða úrslit
PSG er komið áfram
PSG er komið áfram
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Paris Saint-Germain er komið í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir 2-0 sigur á Real Madrid í B-riðli keppninnar í kvöld. Breiðablik á því enn örlítinn möguleika á að komast áfram.

Í A-riðli er Chelsea á toppnum eftir 1-0 sigur á svissneska liðinu Servette Cheonis. Samantha Kerr gerði eina markið eftir stoðsendingu frá Fran Kirby á 67. mínútu. Chelsea er með 10 stig á toppnum.

Þá vann Juventus gríðarlega mikilvægan sigur á sterku liði Wolfsburg, 2-0. Kathrin Hendrich gerði sjálfsmark á 53. mínútu áður en Andrea Staskova gulltryggði sigurinn undir lokin. Juventus er í öðru sæti með 7 stig á meðan Wolfsburg er í þriðja með 5 stig.

Paris Saint-Germain tryggði þá farseðilinn í 8-liða úrslit með 2-0 sigri á Real Madrid í B-riðli. Marie-Antoinette Katoto gerði fyrra mark PSG á 33. mínútu áður en Sakina Karchaoui tvöfaldaði forystuna tuttugu mínútum fyrir leikslok.

PSG er með 12 stig á toppnum en Real Madrid í öðru með 6 stig. Kharkiv kemur í þriðja með 4 stig og Blikar eru á botninum með 1 stig. Blikar eiga enn möguleika á að komast áfram en þurfa tvo sigra gegn Madrídingum og PSG og treysta á önnur úrslit til að fleyta sér áfram.

Úrslit og markaskorarar:

A-riðill:

Wolfsburg 0 - 2 Juventus
0-1 Kathrin Hendrich ('53, sjálfsmark )
0-2 Andrea Staskova ('90 )

Chelsea 1 - 0 Servette Chenois
1-0 Samantha Kerr ('67 )
Rautt spjald: Amandine Soulard ('82, Servette Chenois )

B-riðill:

Real Madrid 0 - 2 PSG
0-1 Marie-Antoinette Katoto ('33 )
0-2 Sakina Karchaoui ('70 )
Athugasemdir
banner
banner
banner