Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 18. nóvember 2021 10:00
Brynjar Ingi Erluson
Ræddi atvikið á Greifavellinum - „Auðvitað leiðinlegt en svona getur gerst"
Sólon Breki Leifsson
Sólon Breki Leifsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sólon Breki Leifsson lagði skóna á hilluna í gær aðeins 23 ára gamall en hann hefur glímt við erfið meiðsli undanfarið og ákvað því að kalla þetta gott.

Sólon skoraði 28 mörk í 57 leikjum fyrir Leikni á þremur árum sínum þar og átti meðal annrs stóran þátt í að koma liðinu aftur upp í efstu deild á síðasta ári.

Hann ræddi umtalað atvik á Greifavellinum á Akureyri gegn KA á síðasta ári. Hallgrímur Jónasson var frá út tímabilið var frá út tímabilið eftir að Sólon rann á hann í leiknum og fékk hann gult fyrir en svo fékk hann seinna gula stuttu síðar og var rekinn af velli.

„Bara lélegasti völlur sem ég hef spilað á og skil alveg af hverju það er allt brjálað yfir því að það sé ekki komið gervigras. Ég renn í tvö skipti og í fyrra skiptið var þetta skelfilegt en svona er þetta," sagði Sólon við Fótbolta.net.

„Þetta var alveg annað gult þetta síðara en ég renn í bæði skiptin."

Sólon hafði samband við Hallgrím eftir atvikið og var ekkert illt á milli þeirra. Hallgrímur spilaði ekkert á síðustu leiktíð en verður áfram spilandi aðstoðarþjálfari KA á næsta tímabili.

„Já, ég talaði við Hallgrím beint eftir þetta og við skildum ágætlega held ég. Alla vega frá minni hlið. Auðvitað er þetta leiðinlegt en svona getur gerst," sagði hann í lokin.
Sólon Breki: Erfið ákvörðun að taka
Athugasemdir
banner
banner
banner