Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 18. nóvember 2021 17:00
Elvar Geir Magnússon
Rodgers um Man Utd: Virðingarleysi að spyrja út í þetta
Brendan Rodgers.
Brendan Rodgers.
Mynd: EPA
Brendan Rodgers, stjóri Leicester, var ekki sáttur þegar hann var spurður að því hvort hann hefði áhuga á stjórastarfi Manchester United.

Rodgers hefur verið orðaður við stjórastarfið hjá United en talið er að verulega heitt sé undir Ole Gunnar Solskjær.

„Í fyrsta lagi er það algjört virðingarleysi að spyrja mig út í þetta þegar það er stjóri til staðar, góður stjóri og góður maður sem leggur mikið á sig fyrir félagið," sagði Rodgers á fréttamannafundi í dag.

„Í öðru lagi get ég tjáð mig um þetta því þetta er ekki raunverulegt. Ég er hér sem stjóri Leicester, stoltur af því að vera hérna, það eru forréttindi og ég legg mig allan fram fyrir félagið, leikmenn og eigendur."
Athugasemdir
banner
banner
banner