Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 18. nóvember 2021 21:53
Brynjar Ingi Erluson
Salah berst fyrir velferð dýra - Gefur treyjuna úr leiknum gegn Man Utd
Mohamed Salah er með hjartað á réttum stað
Mohamed Salah er með hjartað á réttum stað
Mynd: Getty Images
Mohamed Salah, leikmaður Liverpool, er afar annt um velferð dýra og hefur nú ákveðið að gefa treyju sína sem hann spilaði í gegn Manchester United til að styrkja velferð þeirra í Egyptalandi.

Salah hefur verið mjög hávær með baráttu sína fyrir velferð dýra og þá sérstaklega árið 2018 er fréttir bárust af því að egypsk stjórnvöld ætluðu að láta senda heimilislausa hunda og ketti til annarra landa þar sem þeim yrði slátrað.

Hann heldur áfram baráttu sinni og vill styrkja dýraverndunarsamtökin í Egyptalandi en hann gerði það með að gefa treyju sína sem hann spilaði í gegn Manchester United á uppboð og mun allur ágóði renna til samtakanna.

Salah skoraði þrjú mörk í 5-0 sigrinum á United og því afar dýrmæt.

„Góðvild í garð dýra er ábyrgð sem við mannfólkið verðum að taka á okkur. Ég ætla að hjálpa til með því að gefa treyjuna sem ég spilaði í gegn Manchester United þann 23. október 2021 á uppboð og mun allur ágóði renna til dýraverndunarsamtakanna í Egyptalandi," skrifaði Salah á Twitter.
Athugasemdir
banner
banner