Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   fim 18. nóvember 2021 22:25
Brynjar Ingi Erluson
Þjálfari Bremen sakaður um að falsa bólusetningarvottorðið
Markus Anfang
Markus Anfang
Mynd: EPA
Markus Anfang, þjálfari Werder Bremen í Þýskalandi, er undir rannsókn hjá þýskum yfirvöldum en hann er sakaður um að falsa bólusetningarvottorð sitt.

Bremen greindi frá því á heimasíðu sinni í kvöld að þjálfarinn væri undir rannsókn fyrir leikinn gegn Schalke í B-deildinni á laugardag en þar kemur fram að yfirvöld saka hann um að hafa falsað bólusetningarvottorð sitt.

Þetta mun þó ekki hafa nein áhrif á leik Bremen og Schalke en Anfang harðneitar því að hafa falsað vottorðið.

„Eins og hver annar borgarbúi sem hefur fengið tvær sprautur af bóluefni þá fékk ég mínar sprautur á opinberum stað og fékk viðeigandi límmiða á gula bólusetningarvottorðið mitt. Ég fékk það svo á stafrænu formi í apótekinu og bjóst því við að allt væri með felldu. Ég vona að það verði leyst úr þessu sem allra fyrst," sagði Anfang.

Það er til skoðunar í Þýskalandi að setja á svokölluðu 2G-regluna en það meinar leikmönnum sem eru ekki bólusettir að spila og þeim hafa ekki jafnað sig eftir veiruna.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner