Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 18. nóvember 2021 10:10
Elvar Geir Magnússon
Tíu stjörnur sem gætu setið heima á meðan HM er í Katar
Verður Ronaldo með í Katar?
Verður Ronaldo með í Katar?
Mynd: EPA
Jorginho klúðraði víti gegn Sviss. Dýrkeypt.
Jorginho klúðraði víti gegn Sviss. Dýrkeypt.
Mynd: EPA
Salah er stærsta nafn afríska boltans.
Salah er stærsta nafn afríska boltans.
Mynd: Getty Images
Robert Lewandowski.
Robert Lewandowski.
Mynd: EPA
Þýskaland, Danmörk, Brasilía, Frakkland, Belgía, Króatía, Spánn, Serbía, England, Sviss, Argentína og Holland hafa öll tryggt sér farseðilinn á HM í Katar 2022. Einnig heimamenn í Katar auðvitað.

Ljóst er að stjörnur á borð við Erling Haaland hjá Noregi, Pierre-Emerick Aubameyang hjá Gabon og Jan Oblak hjá Slóveníu verða EKKI með á mótinu. Þeirra þjóðir eru úr leik.

Mirror valdi tíu stjörnur í fótboltanum sem eiga á hættu að þurfa að sitja heima þegar HM í Katar fer fram. Leikmenn sem óvíst er hvort verði með á mótinu.

Cristiano Ronaldo
Stjörnum prýtt lið Portúgals er á leið í umspilið í mars. Með leikmenn innanborðs eins og Bruno Fernandes, Joao Felix, Diogo Jota, Bernardo Silva og Ruben Dias. Það er pressa á þjálfaranum Fernando Santos.

Jorginho
Þessi miðjumaður Chelsea er talinn líklegur til að landa Ballon d’Or gullknettinum. Evrópumeistarar Ítalíu fóru hinsvegar illa að ráði sínu í undankeppninni. Jorginho klúðraði vítaspyrnu gegn Sviss sem þýddi að Ítalíu mistókst að vinna leikinn. Jafntefli gegn Norður-Írlandi gerði svo að verkum að Ítalía endaði í öðru sæti (á eftir Sviss) og fer í umspilið.

Marco Verratti, Federico Chiesa, Giorgio Chiellini og Leonardo Bonucci eru á meðal leikmanna sem gætu misst af HM í annað sinn í röð!

Mohamed Salah
Egyptaland fer í umspil í Afríkuhluta undankeppninnar. Salah, sem er ofurstjarna Liverpool, er stærsta fótboltanafn Afríku en Egyptalandi bíður erfitt verkefni í umspilinu. Mohamed Elneny, leikmaður Arsenal, er einnig í egypska hópnum.

Sadio Mane
Annar leikmaður í hinni mögnuðu sóknarlínu Liverpool gæti misst af HM. Mane og félagar í Senegal þurfa að komast í gegnum umspil til að tryggja sér sæti í Katar. Edouard Mendy og Kalidou Koulibaly eru einnig meðal leikmanna í senegalska hópnum.

Gareth Bale
Bale hefur spilað á tveimur Evrópumótum fyrir Wales en aldrei á HM. Hann hefur verið í meiðslabrasi en vonast til þess að vera heill þegar umspilið verður spilað í mars.

David Alaba
Austurríki hefur ekki komist á HM síðan 1998 og er heppið að hafa náð í umspilið núna. Liðið hafnaði í fjórða sæti riðils síns en kemst í umspilið eftir góðan árangur í Þjóðadeildinni. Alaba, sem gekk í raðir Real Madrid í sumar, er stjarna austurríska liðsins.

Robert Lewandowski
Pólski markahrókurinn Robert Lewandowski hjá Bayern München, sem margir telja sigurstranglegan í Ballon d’Or, gæti þurft að sitja eftir heima. Pólland endaði í öðru sæti síns riðils, á eftir Englandi, og fer í umspilið umtalaða.

Luis Suarez
Með Luis Suarez og Edinson Cavani í fremstu víglínu er hætta á að Úrúgvæ verði ekki með á HM. Liðið er í sjöunda sæti af tíu liðum í undankeppni Suður-Ameríku en er aðeins einu stigi frá fimmta sætinu sem gefur þátttökurétt.

Alexis Sanchez
Stjörnuleikmenn Síle eru að komast á aldur. Alexis Sanchez, Arturo Vidal, Gary Medel og Claudio Bravo vonast eftir því að ná einu heimsmeistaramóti í viðbót. Liðið hefur verið að síga niður töfluna í undankeppninni og er nú í sjöunda sæti.

Victor Lindelöf
Miðvörður Manchester United gerði skelfileg mistök í seinna marki Georgíu þegar Svíþjóð tapaði óvænt. Svíar hentu frá sér möguleikanum á að vinna riðilinn og þurfa að sætta sig við umspilið. Þar þurfa menn eins og Zlatan Ibrahimovic og Alexander Isak að vera upp á sitt besta.
Athugasemdir
banner
banner