Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fim 18. nóvember 2021 09:19
Elvar Geir Magnússon
Utandeildarlið sló Bolton út í æsilegum átta marka leik
Leikmenn Stockport fafna því að vera komnir áfram í bikarnum.
Leikmenn Stockport fafna því að vera komnir áfram í bikarnum.
Mynd: Stockport County
Utandeildarliðið Stockport County lagði D-deildarlið Bolton Wanderers 5-3 í mögnuðum endurteknum leik í fyrstu umferð FA-bikarsins undir flóðljósum í gær.

Áhorfendur fengu æsilegan enskan bikarleik sem bauð upp á átta mörk, sjálfsmark, framlengingu, stuðningsmenn sem hlupu inn á völlinn, týndan hornfána og ýmislegt fleira.

Stockport lenti 2-0 og 3-1 undir en á 85. mínútu jafnaði Ashley Palmer, sem fyrr í leiknum hafði skorað sjálfsmark, í 3-3 yrir Stocport og leikurinn fór í framlengingu.

Í framlengingunni skoraði Stockport tvívegis, Scott Quigley skoraði sitt annað mark og varamaðurinn Ollie Crankshaw innsiglaði sigurinn í lokin. Þá trylltist allt í stúkunni, brjáluð fagnaðarlæti brutust út og áhorfendur fóru inná völlinn.

Crankshaw þurfti að spila lokasekúndurnar í varatreyju eftir að hans treyja týndist í fagnaðarlátunum eftir markið. Þá gat dómarinn ekki flautað til leiksloka fyrr en áhorfendur höfðu skilað hornfána sem hafði verið tekinn.

„Ótrúlegur leikur, þessi keppni hefur framkallað ótrúlega hluti en þú þarft að fara langt til baka til að finna svona leik. Þetta var sérstakt kvöld sem stuðningsmenn munu aldrei gleyma," sagði Dave Challinor, stjóri Stockport, eftir leikinn.


Athugasemdir
banner
banner
banner