Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 18. nóvember 2021 23:21
Brynjar Ingi Erluson
Xavi vill fá fjóra leikmenn næsta sumar
Xavi
Xavi
Mynd: EPA
Xavi, þjálfari Barcelona á Spáni, ætlar sér að fá fjóra leikmenn til félagsins næsta sumar en spænski blaðamaðurinn Gerard Romero greindi frá þessu í streymi sínu á Twitch í kvöld.

Xavi tók við stýrinu hjá Barcelona fyrr í þessum mánuði eftir að hafa stýrt Al-Sadd í Katar.

Rekstur Barcelona gengur erfiðlega og því ekki í boði að eyða miklum fjármunum í leikmenn en Xavi vill þó fá fjóra leikmenn til félagsins á næsta ári.

Það eru þeir Cesar Azpilicueta, Andreas Christensen, Jose Gaya og Karim Adeyemi.

Azpilicueta og Christensen eru báðir á mála hjá Chelsea en þeir verða samningslausir eftir tímabilið og kæmu því á frjálsri sölu en Börsungar þyrftu þó að punga út fyrir Adeyemi og Gaya.

Gaya, sem er á mála hjá Valencia, hefur verið einn besti vinstri bakvörðurinn í deildinni síðustu ár á meðan Adeyemi, sem er 19 ára, er einn eftirsóttasti framherji Evrópu. Sá er á mála hjá RB Salzburg í Austurríki og hefur hann gert 15 mörk í 22 leikjum á þessari leiktíð.
Athugasemdir
banner
banner