Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 18. nóvember 2021 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Zlatan framlengir til 2023
Zlatan ætlar að taka að minnsta kosti eitt tímabil til viðbótar
Zlatan ætlar að taka að minnsta kosti eitt tímabil til viðbótar
Mynd: EPA
Sænski framherjinn Zlatan Ibrahimovic hefur komist að samkomulagi við Milan um að framlengja samninginn út næsta tímabil en þetta kemur fram á forsíðu La Gazzetta dello Sport.

Zlatan, sem fagnaði 40 ára afmæli sínu í október, er með samning út þetta tímabil.

Hann hefur skorað þrjú mörk og lagt upp önnur tvö í aðeins átta leikjum. Zlatan glímdi við meiðsli í byrjun leiktíðar en er búinn að ná sér að fullu.

Samkvæmt forsíðu Gazzetta dello Sport í dag þá er Zlatan búinn að ná samkomulagi við Milan um að framlengja samning hans út næsta tímabil.

Zlatan mun skrifa undir samninginn í byrjun næsta árs. Hann mun væntanlega leggja allt í sölurnar til þess að Svíþjóð komist inn á HM en Svíar verða í umspilinu í mars og er þetta líklega síðasta stórmótið hjá kappanum.
Athugasemdir
banner
banner