Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   fös 18. nóvember 2022 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Maldini svekktur að Leao hafi ekki skrifað undir
Mynd: EPA

Paolo Maldini, stjórnandi og goðsögn hjá AC Milan, er svekktur með að kantmaðurinn öflugi Rafael Leao sé ekki búinn að skrifa undir nýjan samning við Ítalíumeistarana.


Leao er gríðarlega eftirsóttur eftir að hafa verið valinn sem besti leikmaður Serie A á síðustu leiktíð. Hann er gríðarlega gæðamikill leikmaður og er í landsliðshóp Portúgal sem fer á HM.

„Við vildum gera nýjan samning við Rafa Leao fyrir HM en það var því miður ekki mögulegt," sagði Maldini við Sky Italia.

„Við höfum verið að vinna að þessu í marga mánuði. Við munum hittast og ljúka viðræðum þegar tíminn er réttur."

Leao er 23 ára gamall og á eitt og hálft ár eftir af samningi sínum við Milan. Chelsea er meðal félaga sem vill festa kaup á Leao en Milan er sagt vilja yfir 100 milljónir evra til að selja stórstjörnuna sína.

Leao er búinn að skora 7 mörk og gefa 9 stoðsendingar í 20 leikjum á tímabilinu. Á síðustu leiktíð átti hann 14 mörk og 12 stoðsendingar í 42 leikjum.


Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 33 27 5 1 79 18 +61 86
2 Milan 33 21 6 6 64 39 +25 69
3 Juventus 33 18 10 5 47 26 +21 64
4 Bologna 33 17 11 5 48 26 +22 62
5 Roma 32 16 7 9 57 38 +19 55
6 Atalanta 32 16 6 10 59 37 +22 54
7 Lazio 33 16 4 13 42 35 +7 52
8 Napoli 33 13 10 10 50 41 +9 49
9 Fiorentina 32 13 8 11 45 36 +9 47
10 Torino 33 11 13 9 31 29 +2 46
11 Monza 33 11 10 12 35 43 -8 43
12 Genoa 33 9 12 12 35 40 -5 39
13 Lecce 33 8 11 14 30 48 -18 35
14 Cagliari 33 7 11 15 36 56 -20 32
15 Verona 33 7 10 16 31 44 -13 31
16 Empoli 33 8 7 18 26 48 -22 31
17 Udinese 32 4 16 12 30 48 -18 28
18 Frosinone 33 6 10 17 40 63 -23 28
19 Sassuolo 33 6 8 19 39 65 -26 26
20 Salernitana 33 2 9 22 26 70 -44 15
Athugasemdir
banner
banner