Phillips, Toney, Guirassy, Vlahovic, Thuram, Mbappe og fleiri koma við sögu.
   lau 18. nóvember 2023 18:58
Elvar Geir Magnússon
Lissabon
„Hver einasti leikmaður verður að trúa því“
watermark Jóhann Berg glensar á æfingu dagsins.
Jóhann Berg glensar á æfingu dagsins.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
watermark
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenska landsliðið æfði á Estádio José Alvalade síðdegis í dag, heimavelli Sporting Lissabon. Þar mun Portúgal taka á móti Íslandi annað kvöld í lokaleik liðanna í riðlinum í undankeppni EM.

Jóhann Berg Guðmundsson svaraði spurningum Fótbolta.net á fréttamannafundi eftir æfinguna og var spurður að því hvort menn væru búnir að jafna sig á leiknum slaka gegn Slóvakíu?

„Ég vona að menn séu búnir að jafna sig á þessu. Það var mikið svekkelsi eftir leikinn og daginn eftir. Svo er það bara næsti leikur. Við verðum að læra af þeim mistökum sem við gerðum og gera betur í leiknum á morgun, það er ekkert annað í boði. Þannig virkar fótboltinn," sagði Jóhann.

Er mikil bjartsýni miðað við slappt gengi í riðlunum að trúa því að við getum tengt saman tvo góða leiki í umspilinu í mars og komið okkur á EM í Þýskalandi?

„Við verðum að trúa því að það sé möguleiki. Það er frábært að fá þennan möguleika í gegnum tvo leiki í mars. Hver einasti leikmaður verður að trúa því að það sé möguleiki á að komast á EM. Þó við höfum átt slaka leiki inn á milli höfum við líka átt góða leiki og verðum að læra af bæði slöku leikjunum og þeim góðu."

„Vonandi í mars getum við tengt saman tvo leiki og komið okkur á þetta stórmót. Það er auðvitað draumur allra að komast aftur á stórmót og fyrir suma að komast á sitt fyrsta stórmót. Það eru allir á sama máli um að komast þangað."

Leikurinn á morgun hefur ekki mikið þýðingargildi. Portúgal er fyrir löngu búið að tryggja sér sigur í riðlinum en Ísland er að búa sig undir að fara í umspil í mars. Það má því segja að leikurinn á morgun sé nánast æfingaleikur.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner