Christoph Freund, stjórnandi hjá Bayern Munchen sagði á dögunum að félagið væri í samningaviðræðum við Leroy Sane en leikmaðurinn segist ekki vera að hugsa um það.
Sane hefur verið sterklega orðaður við Liverpool undanfarið en enska félagið vill fá hann til að taka við af Mohamed Salah sem er talinn líklegur til að fara til Sádí Arabíu næsta sumar.
„Ég hef ekki hugsað út í það. Félagið vill fara í viðræður en í augnablikinu vill ég einbeita mér af tímabilinu. Ég mun fyrst hafa samband við Bayern, allt annað mun sjá um sig sjálft," sagði Sane.
„Ég er með meiri ábyrgð innan sem utan vallar. Ég kann að meta hlutverkið núna. Julian Nagelsmann þekkir mig mjög vel og ég vil endurgjalda honum það með góðri frammistöðu."
Athugasemdir