Það er komið að slúðurpakka dagsins. Ungur vængmaður hjá Köln er orðaður við Manchester City og þá koma leikmannamál Manchester United einnig við sögu.
Pep Guardiola, stjóri Manchester City, er hrifinn af þýska vængmanninum Said El Mala (19) hjá Köln og njósnarar félagsins fylgjast grannt með honum. (Sky Sports Þýskalandi)
Nottingham Forest mun ekki íhuga að selja enska miðjumanninn Elliot Anderson (23) í komandi félagaskiptaglugga en félagið verðmetur hann á um 100 milljónir punda. Manchester united og hans fyrrum félag Newcastle hafa mikinn áhuga. (Telegraph)
Joao Gomes (24), miðjumaður Wolves, er opinn fyrir því að ganga í raðir Manchester United. 44 milljónir punda ættu að nægja til að United geti fengið Brasilíumanninn í janúar. (Record)
Manchester United mun ekki styrkja miðsvæði sitt í janúar heldur ætlar að nota næsta sumarglugga til að fylgja eftir áhuga á kamerúnska landsliðsmanninum Carlos Baleba (21) hjá Brighton, enska landsliðsmanninum Adam Wharton (21) hjá Crystal Palace og þýska landsliðsmanninum Angelo Stiller (24) hjá Stuttgart. (ESPN)
Vonir Liverpool um að geta fengið Antoine Semenyo (25) frá Bournemouth í janúarglugganum hafa minnkað þar sem félagið vill ekki selja hann á miðju tímabili. (Teamtalk)
Þýski sóknarmaðurinn Niclas Fullkrug (32) mun yfirgefa West Ham í janúar og er í viðræðum við félög í þýsku Bundesligunni. (Fabrizio Romano)
Ivan Toney (29), fyrrum sóknarmaður Brentford, verður áfram hjá Al-Ahli í Sádi-Arabíu þrátt fyrir áhuga frá Tottenham, Everton og West Ham. (Football Insider)
Conor Gallagher (25) útilokar að yfirgefa Atletico Madrid og segist hæstánægður í spænsku höfuðborginni. Enski miðjumaðurinn hefur verið orðaður við Manchester United. (AS)
Hetjuleg framganga Troy Parrott (23), sóknarmanns AZ Alkmaar, með írska landsliðinu hefur gert það að verkum að þessi fyrrum leikmaður Tottenham er orðaður viið endurkomu í ensku úrvalsdeildina. (Times)
Arsenal, Chelsea og Real Madrid ætla öll að berjast um Kenan Yildiz (20), sóknarmann Juventus, eftir að viðræður hans við Juventus um nýjan samning sigldu í strand. (Caughtoffside)
Athugasemdir



