Hvert fer Salah? - Wharton vill Meistaradeild - Ederson til Liverpool eða Barca - Arsenal og Real berjast um Yildiz
banner
   þri 18. nóvember 2025 12:49
Kári Snorrason
Sunderland missir sjö leikmenn í Afríkukeppnina - Arsenal, Chelsea og Leeds enga
Chemsdine Talbi er meðal manna sem fer á Afríkukeppnina.
Chemsdine Talbi er meðal manna sem fer á Afríkukeppnina.
Mynd: EPA
Salah er eini leikmaður Liverpool sem fer á mótið.
Salah er eini leikmaður Liverpool sem fer á mótið.
Mynd: EPA

Það styttist óðfluga í hina sívinsælu Afríkukeppni, sem hefst 21. desember og stendur til 18. janúar.

Keppnin kemur til með að hafa áhrif á flest félög í ensku úrvalsdeildinni, en spútnikliðið Sunderland finnur eflaust mest fyrir því, þar sem sjö leikmenn liðsins fara til Marokkó á mótið.

Þá er topplið Arsenal með enga fulltrúa úr sínum röðum á mótinu, eins og Chelsea og Leeds.


Liverpool missir aðeins einn leikmann, en það er Mohamed Salah. Manchester City missa tvo leikmenn, Omar Marmoush og Rayan Aït-Nouri, en þeir hafa báðir verið lítið með vegna meiðsla.

Grannar þeirra í United munu missa þrjá leikmenn og verður hægri vængur liðsins án lykilmanna í Mbeumo, Amad Diallo og Mazraoui.

Tottenham gæti misst tvo miðjumenn, Pape Sarr og Yves Bissouma, þó sá síðarnefndi hafi ekki spilað á tímabilinu. Botnlið Úlfanna munu að öllum líkindum missa fimm leikmenn á mótið og fjórir þeirra eru reglulegir byrjunarliðsmenn.


Athugasemdir
banner