Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 18. desember 2018 13:58
Magnús Már Einarsson
Andri Fannar æfir með Bologna
Mynd: Breiðablik
Andri Fannar Baldursson, ungur miðjumaður úr Breiðabliki, hélt í morgun til Ítalíu þar sem hann æfir með Bologna FC 1909 í þessari viku.

Andri Fannar er 16 ára gamall, fæddur árið 2002, en hann er ennþá á yngsta ári í 2. flokki.

Andri Fannar spilað sinn fyrsta leik í Pepsi-deildinni síðastliðið sumar þegar hann kom inn á sem varamaður í 4-0 sigri Breiðabliks á KA í lokaumferðinni.

Á ferli sínum hefur Andri skorað tvö mörk í fjórtán leikjum með U17 ára landsliðinu og þá á hann einnig að baki leiki með U18 ára liði Íslands.
Athugasemdir
banner