Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   þri 18. desember 2018 15:00
Magnús Már Einarsson
De Bruyne segist ekki hafa verið þreyttur eftir sumarið
Mynd: Getty Images
Kevin de Bruyne, miðjumaður Manchester City, er ekki sammála því að hann hafi byrjað tímabilið þreyttur í kjölfarið á HM í sumar.

De Bruyne hefur meiðst tvisvar á hné á tímabilinu og af þeim sökum einungis náð tveimur byrjunarliðsleikjum í ensku úrvalsdeildinni.

Pep Guardiola, stjóri City, sagði í síðustu viku að De Bruyne hefði byrjað tímabilið þreyttur. SJálfur segist Belginn ekki vera sammála því.

„Ég var ekki þreyttur. Ég hvíldi í um að bil þrjár vikur eftir að hafa spilað í tólf mánuði. Er það stutt? Líklega, já, en mér fannst allt í lagi að koma til baka," sagði De Bruyne.

„Ég spilaði mest af öllum í heiminum á síðasta ári og ég spilaði á HM án vandræða. Það mikilvægasta er að fá sumarfrí, ef þú færð það, þá ertu í lagi."
Athugasemdir
banner
banner
banner