Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 18. desember 2018 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Dion Dublin: Van Dijk gæti spilað á miðjunni
Mynd: Getty Images
Sóknarmaðurinn fyrrverandi Dion Dublin lék yfir 600 leiki á hinum ýmsu stigum enska boltans og var keyptur til Manchester United þegar hann var 23 ára gamall.

Dublin fótbrotnaði hjá Rauðu djöflunum en gerði góða hluti hjá Coventry og Aston Villa í kjölfarið. Hann var fenginn sem álitsgjafi á Sky Sports þegar verið var að ræða um enska boltann í gærkvöldi.

Umræðan barst að Liverpool og hollenska miðverðinum Virgil van Dijk, sem varð dýrasti miðvörður heims þegar hann var fenginn yfir í enska boltann í janúar.

„Ég held að hann gæti auðveldlega spilað á miðjunni. Hann er það góður fótboltamaður," sagði Dublin.

„Hann er með svo góðan fótboltaheila að hann gæti spilað á miðri miðjunni. Það er auðveldara fyrir hann að spila sem miðvörður því hann er svo mikill klettur en hann er nægilega rólegur og teknískur til að gera góða hluti á miðjunni."

Til gamans má geta að Dublin hóf ferilinn sem miðvörður.
Athugasemdir
banner
banner