þri 18. desember 2018 21:50
Ívan Guðjón Baldursson
England: Muric hetja Man City í vítaspyrnukeppni
Muric var hetja City í vítaspyrnukeppninni.
Muric var hetja City í vítaspyrnukeppninni.
Mynd: Getty Images
Leicester 1 - 1 Man City (1-3 í vítaspyrnukeppni)
0-1 Kevin De Bruyne ('14)
1-1 Marc Albrighton ('73)

Manchester City er komið í undanúrslit deildabikarsins eftir að leggja Leicester City að velli í 8-liða úrslitunum annað árið í röð.

Kevin De Bruyne kom Englandsmeisturunum yfir á King Power leikvanginum í dag en Marc Albrighton kom inn af bekknum og jafnaði.

Meira var ekki skorað og því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni þar sem Harry Maguire og Ilkay Gündogan skoruðu báðir úr fyrstu spyrnunum.

Christian Fuchs klúðraði annari spyrnu Leicester og það gerði Raheem Sterling einnig fyrir City þegar hann reyndi svokallaða Panenka vítaspyrnu.

James Maddison klúðraði sinni spyrnu og kom Gabriel Jesus City yfir áður en Caglar Soyuncu lét Arijanet Muric verja frá sér.

Úkraínumaðurinn Oleksandr Zinchenko gerði svo sigurmark City í næstu spyrnu og sló Leicester þar með úr leik.
Athugasemdir
banner
banner
banner