Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 18. desember 2018 14:05
Magnús Már Einarsson
Evra lætur í sér heyra - Vill jákvæðni hjá Man Utd
Patrice Evra.
Patrice Evra.
Mynd: Getty Images
Patrice Evra, fyrrum varnarmaður Manchester United, tjáði sig á Twitter í dag eftir að Jose Mourinho var rekinn frá félaginu.

Evra vill að stuðningsmenn United hætti að tala um Mourinho og Paul Pogba og verði uppbyggjandi í staðinn.

„Það sem pirrar mig mest núna er að fólk er að einbeita sér að @paulpogba og Jose Mourinho," sagði Evra á Twitter.

„Einbeitum okkur að því að endurbyggja eitthvað öflugt í stað þess að vera eins og við séum úti á leikvelli."

„Það eina sem það gerir er að vanvirða merki félagsins. Frá og með núna þurfum við einungis á jákvæðni að halda. #ManUtd #MUFC"


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner