Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   þri 18. desember 2018 23:30
Ívan Guðjón Baldursson
Íslendingur spáði fyrir um brottrekstur Mourinho í júlí
Mynd: Getty Images
Tómas G Jóhannsson birti skemmtilega færslu á Twitter 31. júlí síðastliðinn þar sem hann spáði fyrir um framtíð Jose Mourinho við stjórnvölinn hjá Manchester United.

Spáin hefur blossað aftur upp á samskiptamiðlinum í dag enda var hún furðulega nálægt því að vera hárrétt.

Tómas er 25 ára leiklistarnemi í LIPA skólanum í Liverpool og því fær hann knattspyrnuna beint í æð eins og heimamenn.

„United verður í 9unda sæti. Rétt slefa í 16 liða. Mourinho rekinn 17 desember eftir skella á Anfield," skrifaði Tómas í júlí.

Man Utd var búið að tryggja sig í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar fyrir lokaumferð riðlakeppninnar en það munaði þó litlu að síðasti riðlaleikurinn gegn Valencia hefði orðið að úrslitaleik um annað sætið.

Mourinho var svo rekinn í dag, 18. desember, tveimur dögum eftir skell á Anfield.




Athugasemdir
banner
banner
banner
banner