Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 18. desember 2018 19:30
Magnús Már Einarsson
Jón Páll þjálfar Stord áfram - Viktor semur við liðið
Jón Páll Pálmason.
Jón Páll Pálmason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jón Páll Pálmason gerði á dögunum nýjan tveggja ára samning við Stord í norsku D-deildinni.

Jón Páll hefur þjálfað Stord undanfarin tvö tímabil en í bæði skiptin hefur liðið bjargað sér frá falli með ævintýralegum endaspretti í deildinni.

Áður en Jón Páll fór til Noregs þjálfaði hann meðal annars meistaraflokk kvenna hjá Fylki og meistaraflokk karla hjá Hetti.

Á báðum tímabilunum hjá Stord hefur framherjinn Viktor Smári Segatta komið til félagsins síðari hluta tímabils og hjálpað til í fallbaráttunni.

Viktor kom til Stord frá Þrótti Vogum í ágúst en hann samdi um helgina um að leika með Stord allt næsta tímabil.


Athugasemdir
banner
banner
banner