Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   þri 18. desember 2018 08:30
Ívan Guðjón Baldursson
Pep: Vil frekar vera í deildabikarnum heldur en ekki
Mynd: Getty Images
Það er orðið ljóst að baráttan um Englandsmeistaratitilinn verður mun harðari eftir áramót heldur en hún var á síðasta tímabili þegar Manchester City vann deildina nokkuð auðveldlega.

Man City heimsækir Leicester í 8-liða úrslitum enska deildabikarsins í kvöld og var Pep Guardiola spurður fyrir leikinn hvort hann teldi viðureignina hafa neikvæð áhrif á gengi liðsins í ensku titilbaráttunni.

Liverpool á ekki leik fyrr en á föstudaginn á meðan Man City keppir í kvöld og á svo leik í deildinni næsta laugardag.

„Ég get ekki ímyndað mér að fara inn í leik með hugsunina að það sé betra að tapa því þá fáum við meiri hvíld. Ég hef aldrei hugsað á þennan hátt. Ég vil frekar vera með í deildabikarnum heldur en ekki," svaraði Pep.

„Við munum gera okkar besta til að sigra þennan leik og komast í undanúrslit. Við viljum vinna alla titla sem hægt er, þetta hugarfar skiptir miklu máli."
Athugasemdir
banner
banner
banner