þri 18. desember 2018 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Puel: Getum unnið Man City á okkar degi
Puel hefur unnið 20 leiki af 55 síðan hann tók við Leicester í október í fyrra.
Puel hefur unnið 20 leiki af 55 síðan hann tók við Leicester í október í fyrra.
Mynd: Getty Images
Claude Puel segist ekki óttast um starf sitt við stjórnvölinn hjá Leicester City og telur ekki að leikurinn gegn Manchester City í 8-liða úrslitum deildabikarsins í kvöld muni hafa áhrif á stöðu hans í stjórasætinu.

Leicester gengur ekki sérlega vel um þessar mundir og er liðið búið að tapa þremur leikjum í röð og komið niður í tólfta sæti ensku úrvalsdeildarinnar.

Puel hélt fréttamannafund fyrir leikinn og var spurður hvort hann óttaðist um eigin framtíð.

„Nei, af hverju ætti ég að gera það? Þetta er ekki tíminn til að tala um úrvalsdeildina, þetta er allt önnur keppni," svaraði Puel.

„Við þurfum að mæta í þennan leik án þess að finna fyrir pressu. Við þekkjum andstæðingana okkar og vitum hvað þeir geta. Við vitum að við getum unnið Man City á okkar degi."

Man City sló Leicester út í 8-liða úrslitum á síðasta tímabili og endaði á því að vinna keppnina.
Athugasemdir
banner
banner
banner