Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 18. desember 2018 12:00
Magnús Már Einarsson
Redknapp: Mourinho gerði allt rangt
Rekinn.
Rekinn.
Mynd: Getty Images
„Hvar eigum við að byrja?" sagði Jamie Redknapp, sérfræðingur Sky, þegar hann ræddi brottrekstur Jose Mourinho í dag.

Mourinho var rekinn eftir tvö og hálft ár í starfi en hann hefur verið valtur í sessi undanfarnar vikur.

„Ef þú vilt fara til félags, gera allt rangt og vera rekinn þá gerir þú það sem Jose Mourinho er búinn að gera."

„Ég held að Jose hafi ekki verið rétti stjórinn fyrir leikstílinn sem United hefur verið með í gegnum tíðina, sóknarbolti."

„Hann lenti upp á kant við stjórnina, lenti upp á kant við leikmenn sína, þetta var óumflýjanlegt fannst mér. Allt var rangt, leikmennirnir lögðu sig ekki fram fyrir hann."


Sjá einnig:
Mourinho rekinn frá Manchester United (Staðfest)
Carrick stýrir æfingum næstu dagana
Nýr stjóri tekur við Man Utd í dag eða á morgun
Twitter um Mourinho - Ég kemst í hátíðarskap
Neville vill að Pochettino taki við Manchester United
Mourinho fær rosalegan starfslokasamning
Pogba birti mynd eftir Mourinho frétt - Eyddi henni strax

Carrick og Zidane líklegastir til Man Utd samkvæmt veðbönkum


Álitsgjafar svara - Hver á að taka við Manchester United?

Athugasemdir
banner
banner
banner