Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 18. desember 2018 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Ronaldo vildi fara til Juventus í janúar
Mynd: Getty Images
Það var mikil dramatík í kringum félagaskipti Cristiano Ronaldo til Juventus síðasta sumar þar sem mikil óvissa ríkti um framtíð portúgölsku stórstjörnunnar eftir úrslitaleik Meistaradeildarinnar.

Eftir að hafa unnið Meistaradeildina þriðja árið í röð sagði Ronaldo að það væri ekki víst að hann yrði áfram í herbúðum Real Madrid.

Fáðir trúðu því að Ronaldo myndi færa sig um set og voru orð hans afskrifuð af mörgum sem tilraun til að fá bættan samning hjá Real. Svo var ekki.

„Cristiano er besti leikmaður sögunnar. Ég á ekki skilið sérstakt hrós fyrir félagaskipti hans til Juve, Ítalíumeistararnir vildu hann og keypti hann," sagði ofurumboðsmaðurinn Jorge Mendes sem er með Ronaldo sem skjólstæðing.

„Sannleikurinn er sá að Cristiano var búinn að segja við mig strax í janúar að hann langaði að spila fyrir Juve. Ég hélt að þau félagaskipti yrðu ómöguleg en sagði það ekki við hann, ég sagði bara að það yrði mjög erfitt að láta þetta ganga upp.

„Ég skipti um skoðun eftir að hafa hitt stjórnendur Juve þegar liðið spilaði við Real í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar. Um leið og Andrea Agnelli (forseti Juve) blandaði sér í málið urðu skiptin raunhæf.

„Samningaviðræðurnar vörðu í nokkra mánuði og restin er partur af sögunni."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner