Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   þri 18. desember 2018 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
UEFA hafnaði beiðni Tottenham um að spila seinna
Myndin er frá desember 2016.
Myndin er frá desember 2016.
Mynd: Getty Images
Tottenham er í kapphlaupi við tímann hvað varðar byggingu á nýjum heimavelli félagsins sem hefur dregist gífurlega á langinn.

Félagið vonast til að heimavöllurinn verði tilbúinn snemma eftir áramót, helst fyrir heimaleikinn í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar gegn Borussia Dortmund.

Tottenham lét evrópska knattspyrnusambandið, UEFA, vita að félagið vildi helst spila í seinni leikjarunu 16-liða úrslitanna sem fer fram 19-20 febrúar. Fyrri leikjarunan fer fram viku fyrr og vill Tottenham spila síðar til að eiga meiri möguleika á að spila á nýja leikvanginum.

Aðildarfélög mega ekki biðja um sérstakar dagsetningar til að spila leiki sína og ákvað UEFA að gera enga undantekningu í tilfelli Tottenham. Heimaleikur liðsins gegn Dortmund mun því fara fram miðvikudaginn 13. febrúar.

Það er enn óákveðið hvar heimaleikurinn mun vera spilaður. Daniel Levy, eigandi Tottenham, býst við að ákvörðun verði tekin í byrjun janúar þegar frekari uppfærsla af gangi mála í leikvangasmíðum berst.
Athugasemdir
banner
banner