
Tim Vickery, sérfræðingur BBC, telur að Argentína ætli að herja á vinstri bakvörð franska liðsins, Theo Hernandez.
„Endurkoma Angel Di Maria í byrjunarliðið, ég býst við 4-4-2 og að Argentína muni herja á Theo Hernandez. Hann er mjög góður í að koma fram og taka þátt í sókninni en náði ekki að klukka Saka í 8-liða úrslitum og Frakkar voru í vandræðum vinstra megin gegn Marokkó," segir Vickery.
„Argentína telur sig geta unnið leikinn með því að Di Maria og Messi fari upp á vinstri hlið franska liðsins."
Úrslitaleikur HM, viðureign Argentínu og Frakklands, hefst núna klukkan 15 og er í beinni textalýsingu Fótbolta.net.
Athugasemdir