
Lionel Messi er búinn að koma Argentínumönnum í forystu, 1-0, gegn Frökkum. Hann skoraði markið úr vítaspyrnu.
Lestu um leikinn: Argentína 7 - 5 Frakkland
Ousmane Dembele, sem hefur verið nokkuð utan við sig í byrjun leik, braut á Angel Di María á 22. mínútu leiksins.
Di María tók hlaupið inn í teiginn og fór Dembele aftan í hann og var ekkert hægt að þræta um það.
Að sjálfsögðu var það Messi sem fór á punktinn og setti hann boltann örugglega í hægra hornið og sendi Lloris í vitlaust horn. Staðan 1-0 fyrir Argentínu.
Messi er nú markahæsti maður mótsins með 6 mörk.
ARGENTÍNA FÆR VÍTI. Brotið á Di Maria. pic.twitter.com/JsEzgMgnFy
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) December 18, 2022
MESSI SKORAR!!! Argentína leiðir í úrslitaleiknum gegn Frakklandi, 1-0 eftir 23 mínútna leik. pic.twitter.com/WFy2Mr5PSM
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) December 18, 2022
Athugasemdir