Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 18. desember 2022 15:26
Brynjar Ingi Erluson
Argentína leiðir með marki úr víti frá Messi - Klaufalegt brot hjá Dembele
Mynd: EPA
Lionel Messi er búinn að koma Argentínumönnum í forystu, 1-0, gegn Frökkum. Hann skoraði markið úr vítaspyrnu.

Lestu um leikinn: Argentína 7 -  5 Frakkland

Ousmane Dembele, sem hefur verið nokkuð utan við sig í byrjun leik, braut á Angel Di María á 22. mínútu leiksins.

Di María tók hlaupið inn í teiginn og fór Dembele aftan í hann og var ekkert hægt að þræta um það.

Að sjálfsögðu var það Messi sem fór á punktinn og setti hann boltann örugglega í hægra hornið og sendi Lloris í vitlaust horn. Staðan 1-0 fyrir Argentínu.

Messi er nú markahæsti maður mótsins með 6 mörk.






Athugasemdir
banner
banner