
Argentína 2 - 0 Frakkland
1-0 Lionel Messi (f) ('23 , víti)
2-0 Angel Di Maria ('36 )
Lestu um leikinn
1-0 Lionel Messi (f) ('23 , víti)
2-0 Angel Di Maria ('36 )
Lestu um leikinn
Argentína er að vinna Frakkland, 2-0, í úrslitaleik HM í Katar, en rétt í þessu var flautað til loka fyrri hálfleiks.
Argentínska liðið var með algera yfirburði í fyrri hálfleiknum og náðu Frakkar ekki að skapa sér neitt af viti.
Angel Di María fékk vítaspyrnu á 22. mínútu eftir að Ousmane Dembele fór aftan í hann. Lionel Messi skoraði af miklu öryggi og sendi Hugo Lloris í vitlaust horn.
Di María skoraði svo annað markið eftir glæsilega skyndisókn eftir að Dayot Upamecano missti boltann frá sér. Alexis Mac Allister átti fallega sendingu inn fyrir á Di María sem kom boltanum framhjá Lloris.
Didier Deschamps gerði tvær breytingar undir lok fyrri hálfleiks er hann tók þá Olivier Giroud og Ousmane Dembele af velli, en Marcus Thuram og Randal Kolo Muani komu inn fyrir þá.
Frakkar þurfa kraftaverk til þess að vinna þetta mót, enda Argentínumenn að sundurspila þá. Sjáum hvað setur í þeim síðari.
Athugasemdir